Á Fossi er aðalbúgrein mjólkurframleiðsla, í dag eru 35 básar í fjósi fyrir mjólkurkýr og eru oftast fullnýttir. Hér er básafjós með brautarkerfi. Fjósið er að stofni til frá 1960 en hefur verið endurbyggt í tveinur áföngum 1994 og 2004
Mjólkurframleiðslan er á bilinu 210- 230 þúsund kg. á ári, meðalnyt var á síðasta ári 6.529 kg. Árskýr voru rúmlega 36 stk. 2008